Áhugi fyrir Hauki Helga

Haukur Helgi Pálsson í leik gegn KR í úrslitakeppninni.
Haukur Helgi Pálsson í leik gegn KR í úrslitakeppninni. mbl.is/Styrmir Kári

Körfuknattleiksmaðurinn Haukur Helgi Pálsson setti svo sannarlega skemmtilegan svip á Dominos-deild karla í körfuknattleik á nýafstöðnu tímabili en Haukur ákvað að koma heim og gekk í raðir Njarðvíkinga þar sem hann stóð sig frábærlega og var einn besti leikmaður deildarinnar.

Samningur hans við Suðurnesjaliðið er útrunninn og óvíst er á þessari stundu hvar hann kemur til með að spila en erlend félög ásamt liðum í Dominos-deildinni hafa falast eftir kröftum landsliðsmannsins.

,,Það er áhugi aftur hjá sænska liðinu LF Basket og eins hjá danska liðinu Bakken Bears og þá hafa nokkur lið hér heima haft samband. Af þessum liðum þá heillar Bakken Bears meira en önnur þar sem liðið spilar í FIBA Europe Cup og það gæti verið gluggi fyrir önnur lið að sjá mann. Ég býst nú við að Njarðvík vilji halda mér en við höfum ekkert rætt saman eftir að við enduðum mótið en við gerum það örugglega fljótlega," sagði Haukur við Morgunblaðið.

Sjá viðtalið við hann í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert