Curry vann með fullu húsi

Stephen Curry með verðlaunagripina í kvöld.
Stephen Curry með verðlaunagripina í kvöld. AFP

Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, var í kvöld útnefndur besti leikmaður NBA-deildarinnar annað árið í röð.

Hann varð jafnframt fyrstur í sögunni til að vinna þetta kjör með fullu húsi stiga en hann var settur í efsta sæti hjá öllum 130 fjölmiðlamönnunum sem greiddu atkvæði.

Næstir í röðinni voru Kawhi Leonard frá San Antonio, LeBron James frá Cleveland og Oklahoma-leikmennirnir Russell Westbrook og Kevin Durant.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert