Ægir og félagar í úrslit um að komast upp

Ægir Þór Steinarsson í leik með KR fyrr í vetur.
Ægir Þór Steinarsson í leik með KR fyrr í vetur. mbl.is/Eggert

Ægir Þór Steinarsson og félagar hans í spænska liðinu Huesca tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaeinvíginu um sæti í ACB-deildinni, efstu deild spænska körfuboltans.

Ægir og félagar unnu þá lið San Pablo Burgos í fjórða leik liðanna í undanúrslitum, 83:72, og einvígið samanlagt 3:1. Ægir spilaði í 22 mínútur og á þeim tíma skoraði hann átta stig tók tvö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Ægir og félagar sneru því blaðinu heldur betur við eftir að hafa tapað fyrsta leik einvígisins. Þeir mæta annað hvort Leyma Basquet Coruna eða Club Melilla Baloncesto í úrslitaeinvíginu, en þau þurfa að mætast í oddaleik undanúrslitaeinvígi sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert