Cleveland á mikilli siglingu

LeBron James náði þrefaldri tvennu í nótt.
LeBron James náði þrefaldri tvennu í nótt. AFP

Með LeBron James í broddi fylkingar fagnaði Cleveland tíunda sigurleiknum í röð í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt þegar liðið bar sigurorð af Toronto, 108:89, í öðrum leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar.

Cleveland færist því nær úrslitarimmunni um meistaratitilinn en liðið er komið í 2:0 í einvíginu. Liðið er einu sigurleik frá meti LA Lakers sem vann 11 leiki í röð í úrslitakeppninni, 1989 og 2001.

LeBron James náði þrefaldri tvennu en hann skoraði 23 stig, tók 11 fráköst og átti 11 stoðsendingar í leiknum. Kyrie Irving var stigahæstur í liði Cleveland með 26 stig og Kevin Love var með 19. DeMar DeRozan var atkvæðamestur í liði Toronto með 22 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert