Salbjörg til Keflvíkinga

Salbjörg Ragna Sævarsdóttir í leik með Hamri.
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir í leik með Hamri. mbl.is/Árni Sæberg

Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, sem lék í fyrsta sinn með íslenska kvennalandsliðinu í körfuknattleik í vetur, er búin að semja við Keflvíkinga um að leika með þeim næstu tvö árin. Þetta kemur fram á vef Keflvíkinga.

Salbjörg er 25 ára  gömul, leikur sem miðherji og hefur spilað með Hamri undanfarin tvö ár og var þar einnig fyrst á ferlinum. Hún lék með Njarðvík frá 2011 til 2014 og varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu árið 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert