Jóhann Árni snýr heim til Njarðvíkur

Jóhann Árni Ólafsson í leik með Grindavík.
Jóhann Árni Ólafsson í leik með Grindavík. mbl.is/Eva Björk

Jóhann Árni Ólafsson hefur samið við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur um að leika með liðinu á komandi keppnistímabili. Hann snýr því aftur á heimaslóðir en hann er uppalinn hjá Njarðvík.

Jóhann hefur leikið með nágrönnunum í Grindavík frá árinu 2011 og vann meðal annars tvo Íslandsmeistaratitla með liðinu. Hann segir hins vegar tímapunktinn nú vera réttan til þess að snúa aftur heim, en hann hugðist alltaf klára ferilinn hjá Njarðvík.

Þjálfari Njarðvíkinga, Daníel Guðni Guðmundsson, er einn af betri vinum Jóhanns en þeir eru jafnaldrar úr Njarðvík. Jóhann segir í samtali við Víkurfréttir að það verði áhugavert að spila fyrir Daníel.

„Vinátta okkar er slík að við getum sagt hvað sem er og virt skoðanir hvors annars. Við munum reyna að finna leiðir til þess að vinna körfuboltaleiki og þá er vináttan ekkert að þvælast fyrir okkur,“ sagði Jóhann í samtali við Víkurfréttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert