Jón Arnór og félagar í úr leik

Jón Arnór Stefánsson er úr leik með Valencia í keppninni …
Jón Arnór Stefánsson er úr leik með Valencia í keppninni um spænska meistaratitilinn í körfuknattleik. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Jón Arnór Stefánsson og samherjar hans í Valencia féllu í kvöld úr keppni um spænska meistaratitilinn í körfuknattleik þegar liðið tapaði fyrir Real Madrid, 82:80, í fjórða leik liðanna í undanúrslitum. Real Madrid vann þar með í þriðja sinn viðureign liðanna í undanúrslitunum og mætir annaðhvort Laboral Kutxa  eða Barcelona í úrslitum.

Viðureign Valencia og Real Madrid var hnífjöfn og æsilega spennandi frá upphafi til enda. Real Madrid var með þriggja stiga forskot, 40:37, að loknum fyrri hálfleik. Valencia var með tveggja stiga forskot, 55:53, þegar síðasti leikhlutinn hófst. Síðasta mínútan ætlaði aldrei að líða þegar liðið skiptumst á um að brjóta hvort á öðru með þeim afleiðingum að leikmenn liðanna voru meira og minna á vítapunktinum.

Jón Arnór skoraði 8 stig, tók eitt frákast, átti fimm stoðsendingar í leiknum og náði boltanum einu sinni. Segja má að leikmenn Valencia hafi barist hetjulega gegn ríkjandi Spánarmeisturum því þrír leikmanna liðsins voru úr leik vegna meiðsla og sá fjórði spilaði meiddur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert