Loks titill til Cleveland

LeBron James lyftir NBA-bikarnum þegar lið Cleveland Cavaliers kemur heim …
LeBron James lyftir NBA-bikarnum þegar lið Cleveland Cavaliers kemur heim frá Kaliforníu eftir sigurinn frækna. AFP

Titilhungraðir íþróttaunnendur Clevelandborgar, sem undirritaður þekkir persónulega vel, geta nú loks fagnað titli eftir að LeBron James leiddi Cleveland Cavaliers á toppinn eftir sigur liðsins á Golden State Warriors í lokaúrslitaleik NBA deildarinnar á sunnudag, 93:89.

Cleveland vann þar með einvígi liðanna 4:3 og þar með var 52 ára bið eftir titli í einum af þremur vinsælustu liðsíþróttunum á enda fyrir langþjáða boltaeðjóta borgarinnar.

Sagan gegn Cleveland

Leiksería þessara liða þróaðist ankannalega þar sem allir fyrstu sex leikirnir voru ójafnir, þótt bæði lið hefðu skorað jafnmörg stig í þeim leikjum. Meistararnir virtust hafa þetta allt í hendi sér þegar þeir náðu 3:1 forystu, með heimaleik til að klára dæmið í fimmta leiknum. Það var þá sem aganefnd deildarinnar ákvað að setja Draymond Green, framherja og harðjaxl Warriors, í leikbann vegna endurtekinna ásetningsbrota. Þetta riðlaði leik Golden State í leikjunum tveimur fyrir lokaleikinn og aðalspurningin var hvort liðið myndi ná sér í gang aftur.

Frá bæjardyrum Cleveland séð gekk allt út á frábæran leik LeBron James – í lokaúrslitunum sjötta árið í röð – og hvort Golden State gæti stöðvað hann í lokaleiknum. Augljóst var að ef einn eða tveir samherjar hans næðu sér á strik með honum, væri liðið til alls líklegt.

Grein Gunnars í heild sinni er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert