Einni stórstjörnu færra á ÓL

LeBron James ætlar að slaka á í ágúst.
LeBron James ætlar að slaka á í ágúst. AFP

LeBron James hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér með bandaríska körfuboltalandsliðinu fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í Ríó í ágúst. Hann segir ógnina af Zika-veirunni ekkert hafa með það að gera.

„Mér veitir ekki af hvíldinni,“ sagði James við Cleveland.com, en hann ætlar að taka sér sumarfrí í stað þess að spila í Ríó. Tímabilið var langt og strangt hjá James í vetur en því lauk sem kunnugt er með því að hann varð NBA-meistari með Cleveland Cavaliers, eftir sigur á Golden State Warriors í sjö leikja einvígi.

James spilaði á síðustu þrennum Ólympíuleikum en Bandaríkin eru ríkjandi ólympíumeistarar eftir sigur í London fyrir fjórum árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert