U18-landsliðin skelltu Danmörku

Sylvía Rún Hálfdanardóttir var stigahæst gegn Dönum.
Sylvía Rún Hálfdanardóttir var stigahæst gegn Dönum. mbl.is/Árni Sæberg

Yngri landslið Íslands í körfubolta hófu keppni á Norðurlandamótinu í Finnlandi í gær með því að mæta Danmörku. Bæði U18-landsliðin fögnuðu sigri en U16-landsliðin töpuðu. Liðin mæta Noregi í dag, því næst Svíþjóð, Eistlandi og loks Finnlandi á fimmtudag.

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson úr Íslandsmeistaraliði KR skoraði 26 stig í 76:61-sigri U18-liðs drengja. U18-lið stúlkna vann enn öruggari sigur, 62:39, þar sem Sylvía Rún Hálfdanardóttir úr Haukum var stigahæst með 17 stig.

U16-lið drengja tapaði 79:51 og U16-lið stúlkna tapaði afar naumlega, 58:55. sindris@mbl.is

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var stigahæstur gegn Dönum.
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var stigahæstur gegn Dönum. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert