U18 strákarnir Norðurlandameistarar í körfubolta

Íslenska U18-landsliðið
Íslenska U18-landsliðið Mynd:KKÍ

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, varð í dag Norðurlandameistari eftir stórsigur gegn Finnlandi, 101:72. Landsliðið vann fjóra af fimm leikjum sínum á mótinu og það dugði til að hampa gullverðlaunum.

Eins og tölurnar gefa til kynna, var sigurinn afar sannfærandi og íslensku strákarnir fögnuðu Norðurlandameistaratitlinum vel í leikslok.

Þórir G. Þorbjarnarson átti frábæran leik og skoraði 33 stig. Þórir er leikmaður KR og hefur þegar spilað tvö tímabil í meistaraflokki félagsins. Þórir varð stighæstur allra í mótinu og var valinn í úrvalsliðið. Sigurkarl Róbert Jóhannesson, ÍR skoraði 14 stig og Njarðvíkingurinn Adam Eiður Ásgeirsson skoraði 12 stig.

Þjálfari liðsins er Einar Árni Jóhannsson.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert