Tim Duncan lætur gott heita

Tim Duncan í leik með San Antonio Spurs.
Tim Duncan í leik með San Antonio Spurs. AFP

Tim Duncan, sem lauk sínu 19. keppnistímabili með San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfuknattleik karla, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þessar fregnir hafa legið í loftinu síðan í vor, en Duncan sló á allan vafa með tilkynningu sinni í dag.  

San Antonio Spurs valdi Tim Duncan númer eitt í nýliðavalinu 1997 og hann var kosinn nýliði ársins á sínu fyrsta tímabili. Hann varð meistari í fyrsta sinn á sínu öðru tímabili og síðasta titilinn vann hann á sínu sautjánda tímabili sumarið 2014.

Duncan varð fimm sinnum NBA-meistari með San Antonio Spurs og var fimmtán sinnum valinn í stjörnuleik deildarinnar. Duncan var valinn besti maður úrslitanna í þremur fyrstu titlum Spurs, árin 1999, 2003 og 2005. Duncan var átta sinnum kosinn í besta varnarlið ársins. 

Tim Duncan og Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, sem þjálfaði Duncan allan ferilinn, unnu 1.001 leik saman í NBA-deildinni, sem er met. Duncan er fjórtándi stigahæsti frá upphafi með 26.496 stig að meðaltali, sjötti á listanum yfir flest fráköst með 15.091 frákast að meðaltali í leik og fimmti á listanum yfir varin skot með 3.020 varin skot að meðaltali í leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert