Annar sigurinn í röð hjá strákunum

Íslenska U20 ára landsliðið.
Íslenska U20 ára landsliðið. Ljósmynd/fiba.com

Íslenska U20 ára landsliðið í körfuknatt­leik karla var rétt í þessu að vinna sig­ur á Eistum, 75:72, á Evr­ópu­mót­inu í þess­um ald­urs­flokki sem nú stend­ur yfir í Grikklandi.

Leikurinn var æsispennandi en eftir að hafa haft undirtökin nær allan leikinn náðu Eistarnir að minnka muninn niður í tvö stig þegar skammt var til leiksloka en íslensku strákarnir héldu haus og fögnuðu góðum sigri.

Íslendingar hafa þar með unnið tvo leiki í röð en þeir unnu óvæntan sigur á Rússum í gær, 71:65, en þeir töpuðu fyrsta leiknum fyrir Hvít-Rússum, 73:70. Síðasti leikur liðsins verður gegn Pólverjum á miðvikudaginn en tvær efstu þjóðirnar í riðlinum komast áfram.

Pétur Rúnar Birgisson var stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig, Kári Jónsson skoraði 14, Kristinn Pálsson 11 og Tryggvi Hlinarsson skoraði 10 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert