Strákarnir skelltu Rússum

Íslenska liðið fyrir leikinn gegn Rússum í gærkvöld.
Íslenska liðið fyrir leikinn gegn Rússum í gærkvöld. Ljósmynd/fiba.com

Íslenska U20 ára landsliðið í körfuknattleik karla vann í kvöld óvæntan sigur á Rússum, 71:65, á Evrópumótinu í þessum aldursflokki sem nú stendur yfir í Grikklandi.

Íslensku strákarnir töpuðu naumlega fyrir Hvít-Rússum, 73:70, í fyrsta leik sínum í fyrrakvöld en Rússar sigruðu þá Eista, 61:49.

Jón Axel Guðmundsson átti stórleik með íslenska liðinu, skoraði 32 stig og tók 11 fráköst. Kári Jónsson skoraði 14 stig og Tryggvi Hlinason skoraði 11 stig og tók 19 fráköst.

Þriðji leikur íslenska liðsins er gegn Eistlandi á morgun. Pólland er fimmta liðið í riðlinum en tvö lið komast áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert