Skelltu Pólverjum og unnu riðilinn

Hópmynd af Íslenska landsliðinu sem tekin var á Evrópumótinu í …
Hópmynd af Íslenska landsliðinu sem tekin var á Evrópumótinu í Grikklandi. Ljósmynd/fiba.com

Íslenska U-20 ára landslið karla í körfubolta sigraði Pólverja 62:60 og tryggði sér þar með sæti í 8-liða úrslitum í B-deild Evrópumótsins. sem fer fram í Grikklandi. Með sigrinum endar Ísland í efsta sæti riðilsins með jafnmörg stig og Pólland en yfirhöndina í innbyrðis viðureignum. 

Í 8-liða úrslitum mæta strákarnir Georgíu sem lenti í öðru sæti í sínum riðli en leikurinn fer fram á föstudaginn klukkan 18. Úrslitakeppnin sker úr um hvaða lið komast úr B-deild í A-deild sem er sterkari. 

Landsliðið hefur náð stórgóðum árangri hingað til. Sigurinn í dag þýðir að Rússar komast ekki áfram en það hefur verið stórveldi í körfuboltanum. Liðið hefur núna sigrað bæði Pólverja og Rússland sem hafa bæði yfirleitt verið í A-deildinni, ásamt því að vinna Eista.

Jón Axel Guðmundsson var stigahæsti maður leiksins með 16 stig. Jón heldur uppteknum hætti eftir að hafa átt stórleik gegn Rússum þar sem hann skoraði 32 stig. 

Kári Jónsson og Kristinn Pálsson áttu einnig mjög góðan leik. Kári skoraði 13 stig og Kristinn var með 10 fráköst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert