Átökin í körfuboltanum halda áfram

Tomas Storansky, leikmaður Barcelona, brýst að körfu Zalgiris Kaunas í …
Tomas Storansky, leikmaður Barcelona, brýst að körfu Zalgiris Kaunas í Meistaradeild Evrópu í vor. AFP

Enn einn angi af karpi milli alþjóðkörfuknattleikssambandsins (FIBA) og forsvarsmanna Meistaradeildar Evrópu í körfuknattleik karla hefur litið dagsins ljós, en nú var það gríska liðið AEK sem varð fyrir barðinu á átökunum. 

Griska körfuknattleikssambandið hlýddi þá fyrirskipunum FIBA og tilkynnti forráðamönnum AEK að þeir leikmenn sem gengið hafa til liðs við félagið í sumar fái ekki keppnisleyfi með liðinu í grísku deildinni haldi gríska liðið því til streitu að taka þátt í Evrópudeildinni á komandi leiktíð.  

Meistaradeild Evrópu er sjálfstætt fyrirtæki í eigu nokkurra félaga og þyrnir í augum FIBA sem hefur veitt körfuknattleikssamböndum í Evrópu þau fyrirmæli að banna félögum sem hyggjast taka þátt í Meistaradeild Evrópu að taka þátt í mótum í heimalöndum sínum. Þessu hefur ekki verið hlýtt í Grikklandi, en FIBA hefur þó náð að hafa umtalsverð áhrif á fyrirætlanir AEK á næstu leiktíð með þessari ákvörðun sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert