Naumt tap gegn Tékkum

Liðsmynd af íslenska liðinu eftir að liðið varð Norðurlandameistari á …
Liðsmynd af íslenska liðinu eftir að liðið varð Norðurlandameistari á dögunum. Ljósmynd/kki.is

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik skipað leikmönnum 18 ára og yngri tapaði naumlega 61:59 fyrir Tékklandi í öðrum leik liðsins í riðlakeppni B-deildar Evrópumótsins í Skopje í Makedóníu í dag. 

Ingvi Þór Guðmundsson, leikmaður Grindavíkur, var stigahæstur í íslenska liðinu með 16 stig, en hann tók auk þess sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Adam Eiður Ásgeirsson, leikmaður Njarðvíkur, kom næstur með 14 stig

Ísland bar sigur úr býtum gegn Lúxemborg í fyrsta leik liðsins í gær. Næsti leik­ur Íslands er á morg­un þegar liðið tek­ur á móti Danmörku, en auk fyrr­greindra liða eru Eist­land og Hol­land í C-riðli móts­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert