Schröder verður ekki með Þjóðverjum

Dennis Schröder freistar þess að komast framhjá Hauki Helga Pálssyni.
Dennis Schröder freistar þess að komast framhjá Hauki Helga Pálssyni. AFP

Körfuknattleiksmaðurinn Dennis Schröder mun ekki leika með þýska landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins 2017.

Bakvörðurinn sterki og þýska körfuknattleikssambandið sendu frá sér sameiginlega fréttatilkynningu þar sem ástæðan er sögð vera aukið hlutverk Schröders með Atlanta Hawks í NBA-körfuboltadeildinni á næsta tímabili.

Schröder lék gegn Íslandi á Eurobasket 2015 og var stigahæstur Þjóðverja með 16 stig í 71:65 sigri. Schröder mun þó leika með þýska landsliðinu í lokakeppninni, komist Þjóðverjar þangað. Íslenska landsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir undankeppnina sem hefst í lok ágúst. Ísland er með Sviss, Belgíu og Kýpur í riðli. bgretarsson@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert