Kominn tími á aðra leikmenn

Haukur Helgi Pálsson og Jakob Örn Sigurðarson á æfingu með …
Haukur Helgi Pálsson og Jakob Örn Sigurðarson á æfingu með íslenska landsliðinu. Eggert Jóhannesson

Körfuknattleiksmaðurinn Jakob Örn Sigurðarson er hættur með landsliðinu og segir það ekki koma til greina að hann taki skóna aftur af hillunni. Hann vilji meiri tíma með fjölskyldunni og tími sé kominn á aðra leikmenn að taka við keflinu.

„Ég er búinn að ákveða það núna, eftir að hafa hugsað það lengi að segja þetta gott. Það er tími til kominn að ég hætti með landsliðinu,“ sagði Jakob við mbl.is en hann á að baki 85 landsleiki með A-landsliði Íslands.

„Ástæðan er aðallega að fjölskylda mín hefur þarfnast mín meira, ég vil gefa þeim meiri tíma á sumrin og haustin þegar maður í fríi frá félagssliðinu, strákarnir eru á þeim aldri sem ég vil ekki missa af,“ sagði Jakob en á hann tvo stráka, fjögura og fimm ára fjöruga stráka sem heyrðist skemmtilega vel í þegar mbl.is sló á þráðinn. 

Jakob Örn Sigurðarson í landsleik.
Jakob Örn Sigurðarson í landsleik. Eva Björk Ægisdóttir

„Svo líka bara svo bjart yfir landsliðinu og strákar að koma inn sem eiga skilið stærri hlutverk og fleiri mínútur sem eru í minni stöðu, þess vegna er ég mjög sáttur við að ganga frá borði núna,“ sagði Jakob.

Jakob spilaði vel með Borås á síðustu leiktíð í sænsku úrvalsdeildinni og stefnir ekkert á að hætta í bráð þrátt fyrir að verða orðinn 35 ára gamall þegar núverandi samningur hans rennur út eftir næstu leiktíð.

„Ég á eitt á eftir af samningi mínum borås, okkur líður það vel hérna, okkur öllum að við viljum halda áfram hér. Vonandi á ég annað gott tímabil, og vonandi vilja þeir halda mér. „félagalega“ séð sé ég gekki fram á að fara neitt og ekki reyna að fara neitt, . Mig langar að spila hérna aðeins lengur og þótt ég verði 35 ára eftir þetta tímabil þá vil ég halda áfram. Ég vonast til að geta spilað tvö til þrjú ár í viðbót í Borås,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson. 2 þrjú ár í Borås,“ sagði Jakob Örn.

Jakob Örn Sigurðarson.
Jakob Örn Sigurðarson. Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert