Ísland utan EM-hópsins eftir sigur Kýpur í Sviss

Hlynur Bæringsson með boltann í leiknum gegn Sviss á dögunum.
Hlynur Bæringsson með boltann í leiknum gegn Sviss á dögunum. mbl.is/Eggert

Ísland er eftir tapið í gær í 2. sæti A-riðils undankeppni EM karla í körfubolta, með tvo sigra og eitt tap, eftir að undankeppnin er hálfnuð. Ísland mætir Sviss ytra á laugardag, og lýkur keppninni með heimaleikjum við Kýpur og Belgíu 14. og 17. september.

Efsta lið riðilsins, sem í dag er Belgía, kemst beint á EM, en 2. sæti gæti líka dugað til þess. Leikið er í sjö undanriðlum, og komast fjögur lið úr 2. sæti, með bestan árangur gegn liðum í 1. og 3. sæti, áfram á EM. Kýpur er nú í 3. sæti A-riðils, eftir sigur í Sviss í gær, 80:76. Þetta þýðir að í núverandi stöðu gilda úrslit Íslands gegn Sviss ekki (16 stiga sigur), heldur úrslitin gegn Kýpur og Belgíu. Er Ísland þá með 3 stig (1 stig gefið fyrir tap) og stigatöluna -4.

Ef staðan er borin saman við stöðuna í hinum sex riðlunum sést að Ísland er með sjötta besta árangurinn eins og stendur, en aðeins 5 skotstigum á eftir liðinu með fjórða besta árangurinn. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert