Fimm stiga sigur á Írum í Dublin

Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 16 stig fyrir Ísland í kvöld.
Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 16 stig fyrir Ísland í kvöld. mbl.is/Eggert

Ísland vann fimm stiga sigur á Írlandi, 65:60, í Dublin í kvöld í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í körfubolta kvenna.

Írar voru sex stigum yfir í háflleik, 44:38, og voru enn yfir, 54:49, þegar lokafjórðungurinn hófst. Ísland fékk hins vegar aðeins sex stig á sig í honum og fagnaði sigri.

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu, en hún skoraði 17 stig og tók 11 fráköst, auk þess að gefa 4 stoðsendingar. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 16 stig, Ingunn Embla Kristínardóttir 10 og Sylvía Rún Hálfdanardóttir 9 auk þess að taka 7 fráköst, þar af 6 sóknarfráköst.

Íslenska liðið er mikið breytt frá síðustu leikjum, en Helena Sverrisdóttir og Margrét Kara Sturludóttir eru óléttar og þær Bryndís Guðmundsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir eru heldur ekki með í för.

Liðin mætast að nýju í Cork á morgun kl. 17.30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert