Shaq tekinn inn í heiðurshöllina

Shaquille O'Neal með verðlaun sín eftir að hafa verið valinn …
Shaquille O'Neal með verðlaun sín eftir að hafa verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar árið 2000. MARK J. TERRILL

NBA-stjarnan fyrrverandi, Shaquille O‘Neal, verður í dag tekinn inn í heiðurshöll bandarísku körfuknattleiksdeildarinnar fyrir glæsilegan feril sinn.

Shaq, sem spilaði á sínum tíma með sex liðum, meðal annars Orlando Magic, Los Angeles Lakers og Miami Heat, vann fjóra NBA-titla á sínum tíma. Þrjá þeirra vann hann með Lakers og þann fjórða og síðasta með Miami, en hann var til að mynda valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar árið 2000.

Shaq, sem er 2,16 metrar á hæð og 44 ára gamall í dag, lagði skóna á hilluna árið 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert