Grátlegt tap gegn Sviss

Hlynur Bæringsson fyrirliði í fyrri leiknum gegn Sviss.
Hlynur Bæringsson fyrirliði í fyrri leiknum gegn Sviss. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sviss lagði Ísland 83:80 í 3. umferð í undankeppni Evrópumótsins í körfubolta í dag en leikið var í Fribourg í Sviss. Þetta var fyrsti sigur Sviss í undankeppninni og annað tap íslenska liðsins.

Íslenska liðið sat fyrir leikinn í dag í öðru sæti riðilsins með tvo sigra og eitt tap en Sviss var án stiga.

Taktík íslenska liðsins gekk upp að mestu í fyrstu tveimur leikhlutunum. Vítaskotin fóru niður en svissneska liðið var mikið að brjóta í dag.

Í þriðja leikhluta missi íslenska liðið dampinn. Liðið náði aldrei almenninlega að slíta sig frá Sviss og komu heimamenn því alltaf til baka. Það var svo í fjórða leikhluta þar sem Sviss tók völdin.

Liðið náði mest tólf stiga forystu en Logi Gunnarsson hleypti aftur spennu í leikinn með tveimur laglegum þristum undir lokin. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir voru aðeins fjögur stig á milli liðanna. Ísland fékk tvö vítaskot þar sem Haukur Helgi Pálsson setti niður fyrsta og þá var staðan 83:80. Þá þurfti þriggja stiga körfu til þess að jafna leikinn en Haukur klúðraði vítinu og leikmenn Sviss náðu völd á boltanum.

Lokatölur í dag 83:80 fyrir Sviss. Þetta var fyrsti sigur liðsins en Ísland tapar á meðan mikilvægum stigum í barátunni um sæti á Evrópumótinu. Ísland er þó áfram í öðru sæti riðilsins en þarf nú sárlega á stigum að halda gegn bæði Kýpur og Belgíu hér heima.

Leik lokið.

40. Staðan er 83:80 fyrir Sviss. Haukur setur niður fyrra vítaskotið og klúðrar svo öðru en það náði enginn samherji boltanum og lokatölur því 83:80.

40. Staðan er 83:79 fyrir Sviss. Þeir setja niður eitt vítaskot og núna nær Ísland boltanum eftir klúður í öðru vítaskoti. Haukur Helgi nær í brot og fær tvö vítaskot. Það eru þrjár sekúndur á klukkunni. Það er spurning með þetta. Það er spurning ef Haukur nær að setja fyrsta vítaskotið niður og reynir að klúðra öðru en þannig að boltinn fari á samherja.

40. Staðan er 82:79 fyrir Sviss. Vítaskotið fer niður og munurinn þrjú stig. Sex sekúndur eftir. Ísland þarf að brjóta og vonast eftir að Sviss klúðri vítaskotunum.

40. Staðan er 82:78 fyrir Sviss. MARTIN MEÐ GEGGJAÐAN ÞRIST!! Geta minnkað muninn í þrjú stig. Fékk einnig vítaskot.

40. Staðan er 81:75 fyrir Sviss. Tvö vítaskot fara forgörðum og þá er þetta búið. Sviss að landa sínum fyrsta sigri í undankeppninni.

40. Staðan er 81:75 fyrir Sviss. Ísland setur niður vítaskot og munurinn er sex stig. Þurfum tvær þriggja stiga körfur.

40. Staðan er 81:74 fyrir Sviss. Ísland á sókn og 38 sekúndur eftir. Þeir þurfa að setja niður þrist og það sem allra fyrst. Lítill tími eftir.

39. Staðan er 81:73 fyrir Sviss. Nú er þetta búið, hlýtur bara að vera. Sviss setur niður þrist og kemur þessu í ellefu stiga mun. Elvar Már minnkar muninn með öflugri þriggja stiga körfu og þá er þetta átta stiga leikur. Það þarf bókstaflega allt að gerast til þess að Ísland takist að minnka muninn enn frekar.

38. Staðan er 78:68 fyrir Sviss. Kazadi setur niður þrist og Hlynur Bærings svarar með tveggja stiga körfu. Jurkowitz setur svo tveggja stiga körfu niður og fær vítaskot sem hann nýtir.

37. Staðan er 72:66 fyrir Sviss. LOGI MEÐ ANNAN ÞRIST!! Það er séns eftir allt saman, fljótt að gerast.

37. Staðan er 72:63 fyrir Sviss. LOGI MEÐ GÓÐAN ÞRIST!! Er möguleiki?

37. Staðan er 72:60 fyrir Sviss. Þetta er svo gott sem búið. Tólf stiga munur. Sviss að eiga frábæran fjórða leikhluta.

35. Staðan er 70:60 fyrir Sviss. Nokkrir punktar úr lýsingunni duttu út en það er tíu stiga munur og Sviss að leika mun betur. Jurkowitz var með frábært blokk sem reyndist mikilvægt, taktík íslenska liðsins ekki að ganga upp. 

29. Staðan er 54:53 fyrir Ísland. Elvar setur niður tvö vítaskot og kemur íslenska liðinu yfir.

28. Staðan er 51:52 fyrir Ísland. Elvar Már kom Íslandi í fjögurra stiga forskot en aftur klúðrað liðið þessu með kærulausri vörn sem verður til þess að Sviss nær að setja niður þriggja stiga körfu. Eins stigs munur.

28. Staðan er 48:50. Eins og staðan er núna er Haukur Helgi stigahæstur með 14 stig, Hlynur Bærings er með 7 fráköst og þá er Hörður Axel Vilhjálmsson með 7 stoðsendingar. Hlynur er þá með 9 stig.

25. Staðan er 46:46. Íslenska liðið var komið með sex stiga forystu en glutraði því niður á innan við mínútu. Sóknarleikurinn mjög flottur til þessa en varnarleikurinn mætti vera aðeins betri.

22. Staðan er 40:44 fyrir Ísland. Íslenska liðið fer síðari hálfleikinn þokkalega af stað, þrjú stig komin og Sviss með ekkert.

Hálfleikur

20. Staðan er 40:41 fyrir Ísland. Það er hálfleikur. Íslenska liðið var mjög öflugt í fyrsta leikhluta og var að nýta færin sín vel, sérstaklega vítaskotin. Annar leikhluta var heldur kaflaskiptur. Það vantar að nýta þriggja stiga körfurnar betur en Logi kom sterkur inn á því sviði.

20. Staðan er 40:41 fyrir Ísland. Tvær sekúndur eftir og Sviss setur niður tveggja stiga körfu.

18. Staðan er 34:39 fyrir Ísland. Logi með annan þrist. Hann er kominn í gír. Það er bara gott og blessað.

18. Staðan er 34:36 fyrir Ísland. Sviss kom til baka og náði eins stigs forystu en Logi Gunnarsson var fljótur að slökkva í þeim með þriggja stiga körfu. Annar þristurinn sem gengur upp hjá íslenska liðinu í kvöld. Það er ekki nógu gott.

15. Staðan er 28:30 fyrir Ísland. Tveggja stiga munur. Íslenska liðið náði fjórum stigum í röð en misstu forskotið niður með einni sókn hjá Sviss. Þriggja stiga skot og vítaskot.

14. Staðan er 24:25 fyrir Ísland. Svisslendingar setja niður þrist en Martin Hermannsson nær að stela svo boltanum í næstu sókn og setur niður tveggja stiga körfu. Sviss svarar um hæl með tveggja stiga körfu.

13. Staðan er 19:23 fyrir Ísland. Haukur Helgi með tvö vítaskot og setur þau niður. Íslenska liðið að nýta vítaskotin vel.

12. Staðan er 19:20 fyrir Ísland. Svisslendingar koma mjög öflugir inn í annan leikhluta, munurinn aðeins eitt stig.

1. leikhluta lokið

10. Staðan er 15:18 fyrir Ísland. Fyrsta leikhluta er lokið. Íslenska liðið reyndi að setja þrist í lokin en það heppnaðist þó ekki. Sviss kom í skyndisókn og klúðraði henni.

10. Staðan er 15:18 fyrir Ísland. Elvar Már setur niður eitt af tveimur vítaskotum og setur muninn í þrjú stig. Nokkrar sekúndur eftir.

8. Staðan er 11:15 fyrir Ísland. Elvar Már setur niður tvö vítaskot. Íslenska liðið að spila vel í fyrsta leikhluta.

6. Staðan er 11:13 fyrir Ísland. Haukur Helgi setur niður tvö vítaskot, nokkuð öruggt.

6. Staðan er 11:11. Elvar Friðriksson með flottan þrist. Kom inn af bekknum og er strax farinn að skila stigum. Sviss jafnar stuttu síðar.

4. Staðan er 7:8 fyrir Ísland. Hlynur Bæringsson minnkar í 7:6. Sviss var með flottan þrist en Íslendingar svara um hæl. Jón Arnór Stefánsson nær svo í sína fyrstu körfu og kemur íslenska liðinu yfir á nýjan leik.

3. Staðan er 2:4 fyrir Ísland. Haukur Helgi Pálsson á fyrstu körfuna fyrir íslenska liðið. Jafnar í 2:2, frekar tíðindalítið fyrstu mínúturnar. Martin Hermannsson á svo aðra góða tveggja stiga körfu.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Það eru tvær mínútur í leik og allt að verða til reiðu. Við þurfum íslenskan sigur í dag!

Lið Íslands: Axel Kárason, Kristófer Acox, Sigurður G. Þorsteinsson, Hlynur Bæringsson, Jón Arnór Stefánsson, Elvar Friðriksson, Hörður Axel Vilhjálmsson, Logi Gunnarsson, Martin Hermannsson, Haukur Helgi Pálsson, Tryggvi Hlinason og Brynjar Björnsson. Þeir Ægir Þór Steinarsson og Ólafur Ólafsson hvíla í dag en Jón Arnór Stefánsson er klár eftir að hafa misst af tveimur síðustu leikjum vegna meiðsla.

Lið Sviss: Steeve Loussaint, Brian Savoy, Jonathan Kazadi, Marko Mladjan, Juraj Kozic, Natan Jurkovitz, Dusan Mladjan, Roberto Kovac, Arnaud Cotture, Eric Fongue, David Ramseier og Nicolas Dos Santos.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert