Austin leikur með Stjörnunni (myndskeið)

Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar.
Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Úrvalsdeildarlið Stjörnunnar í körfuknattleik hefur náð samkomulagi við Devon Andre Austin um að leika með liðinu á komandi leiktíð.

Coleman útskrifaðist úr Manhattan-háskólanum árið 2009 og hefur aflað sér töluverðrar reynslu í Evrópu síðan þá í efstu deildum í Portúgal, Rúmeníu og Póllandi.

Devon þykir mjög fjölhæfur leikmaður á báðum endum vallarins og hefur skilað fjórum leikstöðum síðastliðin ár sem atvinnumaður. Aðspurður sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar að hann hefði leitað að leikmanni sem gæti skilað til liðsins á margan hátt.

„Í kjölfar breytinga á leikmannahópnum ákvað ég að taka þá stefnu að leita að manni sem gæti jöfnum höndum hjálpað okkur í frákastabaráttunni, varnarleik á sem flestar leikstöður og jafnvel hjálpað til við að bera boltann upp völlinn ef þess þarf.  Ég tel að Devon sé sá leikmaður, svo verðum við bara að bíða og sjá.“

Leikmannahópur karlaliðs Stjörnunnar er nú fullskipaður að sögn Hrafns. „Ég er mjög ánægður með hópinn eins og hann er skipaður núna og tel hann tilbúinn til að keppa að öllum okkar markmiðum.  Þau eru þau sömu og síðastliðin tímabil og þau sem Stjarnan Garðabæ á að setja sér á hverju einasta ári, að keppa til þeirra verðlauna sem í boði eru.“

Meðfylgjandi er myndskeið frá Austin á síðasta tímabili í Póllandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert