Brown fyrir Palmer

Tayor Brown skrifar undir samninginn við Snæfell.
Tayor Brown skrifar undir samninginn við Snæfell. Ljósmynd/snaefell.is

Íslands- og bikarmeistarar Snæfells í körfuknattleik kvenna hafa fengið til sín bandaríska leikstjórnandann Taylor Brown sem leikur með þeim á komandi keppnistímabili.

Brown lék með George Mason-háskólanum í þrjú ár en þar var hún að meðaltali með 15,4 stig, 3,3 stoðsendingar og 3,8 fráköst í leik. Áður lék hún með Georgetown-háskóla og var á sínum tíma fyrirliði menntaskólaliðs Bishop McNamara, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Snæfelli.

Brown er væntanleg fljótlega til landsins en hún kemur í staðinn fyrir Haiden Palmer sem á dögunum samdi við þýska toppliðið Herner.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert