Fer Ísland á EM?

Martin Hermannsson keyrir að körfunni gegn Kýpur í vikunni.
Martin Hermannsson keyrir að körfunni gegn Kýpur í vikunni. Árni Sæberg

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta leikur í dag síðasta leik sinn í undankeppni Evrópumótsins en liðið mætir þá toppliði Belgíu í Laugardalshöllinni. Það er allt undir í dag en leikurinn hefst klukkan 16:00.

Ísland er í 2. sæti með 8 stig fyrir síðustu umferðina, tveimur stigum á eftir Belgíu sem er nú þegar búið að tryggja sér efsta sætið og þar með sæti á Evrópumótið sem fer fram á næsta ári.

Íslenska liðið sigraði Kýpur á miðvikudag og eru margir möguleikar í stöðunni. Fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti komast einnig á mótið en þar er íslenska liðið í tvísýnni baráttu við lið í öðrum riðlum og aðrir leikir sem fram fara í dag geta haft mikil áhrif á útkomuna.

Leikurinn gegn Belgíu hefst klukkan 16:00 í dag en hann fer fram í Laugardalshöllinni.

Möguleikarnir á að komast á EM

Þeir mæta vonandi værukærir til leiks

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert