Dregið í riðla í nóvember

Sigrinum fagnað gegn Belgum á laugardaginn.
Sigrinum fagnað gegn Belgum á laugardaginn. mbl.isÓfeigur Lýðsson

Ísland verður að öllum líkindum í sjötta og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir 24 þjóða lokakeppni EM karla í körfubolta, í Tyrklandi 22. nóvember.

Svoleiðis var það einnig þegar Craig Pedersen og hans menn komust á EM 2015. Nákvæmt fyrirkomulag dráttarins nú hefur þó enn ekki verið gefið út.

Ísland hefði líklega verið í fimmta flokki ef úrslit í F-riðli undankeppninnar hefðu orðið liðinu hagstæðari, en þá hefði liðið náð betri árangri en þrjú lið sem komust úr undankeppninni, auk þess sem gestgjafar Rúmeníu, sem ekki léku á EM 2015, verða væntanlega í neðsta flokki.

Í síðustu lokakeppni fengu gestgjafaþjóðirnar fjórar hver að velja eina þjóð í sinn riðil. Ekki er enn ljóst hvort svo verður aftur núna, en EM 2017 fer fram í Finnlandi, Tyrklandi, Rúmeníu og Ísrael.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert