Urðum að gera þetta aftur

Jón Arnór sækir að vörn Belga.
Jón Arnór sækir að vörn Belga. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Tilfinningin er alltaf hálfskrítin á svona sigurstundum. Á stundum eins og þessum ferðu að hugsa til baka um leiðina að settu marki. Við ákváðum það í klefanum í Berlín [eftir EM 2015] að fara áfram í lokakeppnina aftur, og nú er það í höfn sem er frábært,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, leikmaður íslenska karlalandsliðins í körfubolta, eftir að sæti liðsins í lokakeppni Evrópumótsins 2017 var í höfn á laugardag.

Jón hélt um tíma að leikirnir á EM 2015, fyrsta stórmóti Íslands, yrðu sínir síðustu landsleikir.

„Það var gríðarlegt afrek að komast í lokakeppni í fyrsta skipti og jafnvel enn meira afrek að komast í lokakeppni núna tvö skipti í röð. Við ákváðum það í klefanum eftir síðasta leikinn í síðustu lokakeppni að við yrðum að komast þangað aftur. Ég bað þar um orðið og hélt smá tölu, sem er eitthvað sem ég er ekki vanur.

Á þeim tímapunkti var ég eiginlega ákveðinn í að hætta í körfubolta, en þar sagði ég við strákana að þetta hefði verið svo skemmtilegt að við yrðum að gera þetta aftur,“ sagði Jón. Hann segir bjarta tíma fram undan hjá íslenska liðinu og segir alveg ljóst að menn ætli sér að gera enn betur á EM á næsta ári en í frumrauninni í fyrra.

Sjá allt viðtalið við Jón Arnór í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert