Ísland í neðsta styrkleikaflokki – þrír möguleikar

Ægir Þór Steinarsson, Logi Gunnarsson, Jón Arnór Stefánsson eru á …
Ægir Þór Steinarsson, Logi Gunnarsson, Jón Arnór Stefánsson eru á leið á EM. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumótið á næsta ári, Eurobasket 2017, í nóvember næstkomandi.

Af þeim 24 liðum sem taka þátt í lokakeppni EM er Ísland í 21. sæti hvað styrkleikaröðunina varðar. Aðeins Bretland, Úkraína og Rúmenía eru skráð með lakari árangur inn á mótið.

Alls eru styrkleikaflokkarnir sex og fer eitt lið úr hverjum þeirra í fjóra sex liða riðla þegar dregið verður í nóvember. Eins og á EM í fyrra þá eru riðlarnir spilaði í fjórum löndum, sem nú eru Finnland, Ísrael, Rúmenía og Tyrkland.

Rúmenía er í sama styrkleikaflokki og Ísland, og því er ljóst að íslenska liðið getur ekki lent í riðlinum sem leikinn er þar í landi. Þá standa eftir Finnland, Ísrael og Tyrkland, en hver gestaþjóð má velja sér eina þjóð í sinn riðil til að hjálpa við undirbúning.

Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, og finnska körfuknattleikssambandið eru nú í viðræðum um möguleikann á því að vinna saman að undirbúningi og leika saman í riðli í Helsinki.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá styrkleikaflokkana. 

Styrkleikaröðunin fyrir dráttinn í riðla á EM.
Styrkleikaröðunin fyrir dráttinn í riðla á EM.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert