„Aldrei lent í öðru eins“

Sigurður Ingimundarson
Sigurður Ingimundarson mbl.is/Kristinn

Keflvíkingar eru enn ekki búnir að semja við erlendan leikmann fyrir átökin í Dominos-deild karla í körfuknattleik í vetur. Ýmislegt hefur gengið á í þeim efnum.

„Það er einn núna sem við erum að negla og bíðum við eftir að allir viðeigandi pappírar gangi í gegn. En þetta árið hefur verið strembið í þessum efnum og hef ég aldrei lent í öðru eins,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari liðsins, í samtali við karfan.is.

„Við vorum búnir að gera munnlegt samkomulag við tvo leikmenn sem hættu svo við þegar skrifa átti undir,“ sagði Sigurður, sem sjálfur hefur þurft að stíga til hliðar um sinn sem þjálfari samkvæmt læknisráði eins og greint var frá á mbl.is í morgun.

Sjá frétt mbl.is: Sigurður í hlé samkvæmt læknisráði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert