„Líður strax eins og heima hjá mér“

Martin Hermannsson á vítalínunni gegn Belgíu á dögunum.
Martin Hermannsson á vítalínunni gegn Belgíu á dögunum. mbl.is/Ófeigur

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, gekk í sumar til liðs við franska b-deildarliðið Charleville-Mezieres og er í viðtali við heimasíðu félagsins. Martin hefur staðið í ströngu með íslenska landsliðinu sem tryggði sér sæti á EM á næsta ári.

„Þetta var mjög erilsamur tími frá miðjum ágúst og fram í miðjan september, en þetta var einstakt tækifæri og virkilega gaman. Ég kem til baka í frábæru formi og tilbúinn til þess að takast á við tímabilið í Frakklandi. Ég er tilbúinn í þetta spennandi, nýja ævintýri,“ sagði Martin og var spurður hverju hann væri að búast við frá Frakklandi.

„Ég vil hjálpa liðinu eins og ég get og að sama skapi öðlast enn meiri reynslu sjálfur. Ég vil einnig læra frönskuna,“ sagði Martin, en af hverju valdi hann að ganga til liðs við Charleville-Mezieres?

„Nokkur lið á Spáni og í Belgíu höfðu samband við umboðsmann minn, en um leið og ég talaði við þjálfara liðsins þá ákvað ég að koma hingað. Ég held að hans áætlanir og hvað hann vill með liðið fari best saman með því sem ég hugsa og að þetta hafi verið rétti staðurinn til þess að koma á. Ég hef á tilfinningunni að félagið sé eins og falleg fjölskylda og mér líður strax eins og heima hjá mér,“ sagði Martin.

Martin Hermannsson lék með LIU Brooklyn í bandaríska háskólaboltanum í …
Martin Hermannsson lék með LIU Brooklyn í bandaríska háskólaboltanum í fyrra.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert