Sigurður í hlé samkvæmt læknisráði

Sigurður Ingimundarson.
Sigurður Ingimundarson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sigurður Ingimundarson, einn sigursælasti þjálfari íslensks körfuknattleiks, hefur dregið sig í hlé sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur nú þegar Dominos-deild karla hefst innan skamms.

„Ég hef ekki verið að mæta á æfingar með liðinu þar sem ég þarf að huga að heilsu minni, ekkert alvarlegt samt. En samkvæmt læknisráði og mínu eigin þá þarf ég aðeins að taka því rólega og svo á þetta allt eftir að koma í ljós,“ sagði Sigurður við karfan.is.

Hjörtur Harðarson hefur stýrt Keflvíkingum í fjarveru Sigurðar og mun vera það áfram. Hann lék með Keflvíkingum og Grindvíkingum á sínum tíma og hefur meðal annars þjálfað kvennalið Keflavíkur.

„Hjörtur er með liðið sem stendur og það eru frábærar fréttir að hann sé kominn aftur inn í starfið enda þrælklár.  Ég býst nú við því að koma til baka í þjálfun liðsins en tíminn þarf hins vegar að leiða það í ljós og á meðan heldur Hjörtur um taumana,“ segir Sigurður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert