Martin fór fyrir víkingaklappinu – myndskeið

Martin Hermannsson á vítalínunni gegn Belgíu á dögunum.
Martin Hermannsson á vítalínunni gegn Belgíu á dögunum. mbl.is/Ófeigur

Martin Hermannsson fór heldur betur vel af stað í sínum fyrsta leik á atvinnumannaferlinum þegar hann skoraði 26 stig í tíu stiga sigri Charleville gegn Poitiers í fyrsta leik frönsku B-deildarinnar í körfuknattleik í gærkvöldi.

Sjá frétt mbl.is: Martin fór á kostum í fyrsta leik

Að loknum sigrinum var skiljanlega vel fagnað og þar fór Martin fremstur í flokki þegar víkingaklappið var tekið ásamt stuðningsmönnum Charleville. Martin stjórnaði klappinu af röggsemi ásamt lukkudýri liðsins eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert