Fín stig Stólanna í Hellinum

Björgvin Hafþór Ríkharðsson og félagar í Tindastóli töpuðu fyrsta leik …
Björgvin Hafþór Ríkharðsson og félagar í Tindastóli töpuðu fyrsta leik sínum á tímabilinu, gegn KR, en unnu svo Þór Akureyri. mbl.is/Ófeigur

ÍR og Tindastóll áttust við í Hertz-hellinum í Seljaskóla í Dominos deild karla í körfuknattleik í kvöld. Staðan í hálfleik var 34:44 fyrir Tindastól og þannig fór að Tindastóll hafði sigur 68:82. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Staðan eftir fyrsta leikhluta var 19:24, Tindastóll hafði síðan betur í eim næsta 15:20 og var 34:44 yfir í leikhléi. Sama var upp á teningnum eftir hlé Stólarnir unnu þriðja leikhluta 14:21 og því með vænlega stöðu fyrir síðasta leikhluta, 48:65.

Þess ber að geta að í ÍR-liðið vantaði þrjá sterka pósta, þá Stefán Karel, Matthías Orri Sigurðarson og Kristnn Marinósson og munar um minna.

40. mín 68:82 Leik lokið. Stigahæstir hjá ÍR voru Sveinbjörn Claessen með 17 stig og Matthew Hunter 16 en hjá Stólunum var Caird með 26 stig og Pétur Rúnar Birgisson 22.

Hér má sjá tölfræði leiksins: http://kki.is/motamal/leikir-og-urslit/motayfirlit/Leikur?league_id=undefined&season_id=93703&game_id=3376171#mbt:6-400$t&0=1

35. mín 59:73 Heimamenn hafa bara fimm mínútur til að fá eitthvað út úr þessum leik en ekki margt sem bendir til þess.

33. mín 52:69 Frekar rólegt þessa stundina og Tindstóll tekur leikhlé.

30. mín 48:65 Tindastóll hefur fína stöðu fyrir síðasta leikhluta, vann þennan leikhluta 14:21 og fátt sem bendir til þess að ÍR-ingar fái eitthvað út úr þessum leik.

28. mín 46:60 ÍR hefur hitt ferlega illa núna upp á síðkastið og aðeins gert tvö stig á móti 11 stigum Tindastóls.

25. mín 44:49 Frekar lítið skorað í fyrri hluta þessa leikhluta, nóg skotið samt en hittnin slök.

22. mín 39:47 Tvær þriggja stiga körfur komnar í þessum leikhluta, ein frá hvoru liði og greinilegt að menn ætla að halda áfram að skjóta utan þriggja stiga línunnar.

20. mín 34:44 Hálfleikur. Tindastóll vinnur annan leikhluta einnig með fimm stigum, 15:20. Caird er þeirra stigahæstur með 16 stig og leikstjórnandinn Pétur Rúnar Birgisson er kominn með 12 stig. Hjá heimamönnum er Sveinbjörn með 12 stig og hefði alveg að ósekju mátt skjóta meira. Hann hefur gætur á hinum hávaxna Mamadou Samb í vörninni og er talsvert lávaxnari, en hann tekur vel á því í vörninni. Þess má geta að Stefán Karel, Matthías Orri Sigurðarson og Kristnn Marinósson eru með ÍR í kvöld

18. mín 34:43 ÍR aðeins að laga stöðuna og það getur í raun allt gerst þó svo manni finnist Tindastóll sterkara liðið. 

16. mín 25:40 ÍR tekur leikhlé enda hefur liðið geret 6 stig á móti 16 í öðrum leikhluta. Hittnin slök og sóknir beggja liða eru ekki langar og skotklukkan ekki nýtt, langt frá því.

12. mín 21:21 Gestirnir með 11 stig í röð og komust í 19:29 með því.

10. mín. 19:24 ÍR komst einu sinni yfir í þessum fyrsta leikluta þegar þeir breyttu stöðunni úr 9:18 í 19:18 með tíu stigum í röð. En Tindastóll náði áttum eftir þann slæma kafla.

7. mín 13:18 Eftir leikhléið tóku ÍR-ingar að hitta betur og eins var vörn þeirra þéttari og þoldi það alveg.

4. mín. 6:15 Tindastólsmenn eru hittnari þessa stundina og ÍR tekur leikhlé

3. mín. 4:7 Virðist um jöfn lið að ræða og allt í járnum og mikið reynt af þriggja stiga skotum

1. mín 0:2 Leikurinn er hafinn og það eru gestirnir sem gerðu fyrstu tvö stigin þegar Cristopher Caird skoraði úr tveimur vítaskotum.

Þá erum við loksins komin í samband hér í Seljaskóla, 15 mínútur í leik, en nettengingin er afskaplega hægvirk og óstöðug þannig að ekki er vitað hvað við getum hangið lengi inni, en reynum okkar besta

ÍR vann öruggan sigur á Snæfelli í fyrsta leik tímabilsins en tapaði svo fyrir Stjörnunni, 63:58, fyrir viku. Tindastóll tapaði fyrir KR í fyrsta leik sínum en vann svo Þór Akureyri á Sauðárkróki, 94:82.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert