Stigin koma

„Stigin eiga eftir að koma, ég hef engar áhyggjur af því,“ sagði Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR eftir tap liðsins á heimavelli fyrir Tindastóli í Dominosdeild karla í körfuknattleik í kvöld.

Við töpuðum fyrir Tindastóli, sem einhverjir eru þegar búnir að færa titilinn, og Stjörnunni sem er í þriðja sæti deildarinnar. Það eru 19 leikir eftir og miðað við þessa tapleiki þá finnst mér þessi lið ekkert með mikið betra lið en okkar þannig að ég hef engar áhyggjur.

Varaðndi leikinn í kvöld þá voru Stólarnir alltaf skrefinu á undan okkur og gengu alveg frá þessu í seinni helmingi þriðja leikhluta,“ sagði Sveinbjörn og sagaði að auðvitað munaði um að það vantaði þrjá byrjunarliðsmenn í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert