Haukur stigahæstur í naumu tapi

Haukur Helgi Pálsson.
Haukur Helgi Pálsson. mbl.is/Árni Sæberg

Þrír landsliðsmenn í körfubolta voru á ferðinni í kvöld í spænsku og frönsku B-deildunum.

Haukur Helgi Pálsson var langatkvæðamestur Íslendinganna en jafnframt sá eini í tapliði. Haukur var stigahæstur hjá Rouen í naumu tapi gegn Lille í Frakklandi, 76:72, en Haukur skoraði 18 stig.

Á Spáni skoraði Ægir Þór Steinarsson 4 stig og átti 4 stoðsendingar fyrir San Pablo í 105:81-sigri á Castello. Ragnar Nathanaelsson kom hins vegar lítið við sögu og lék aðeins tvær mínútur í sigri Caceseres á Prat Joventut, 68:65.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert