Hörður varð að bregðast skjótt við

Hörður Axel Vilhjálmsson
Hörður Axel Vilhjálmsson mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er sterkt lið og spennandi, sem er eina ástæðan fyrir því af hverju ég hoppaði á þetta. Ég var búinn að ýta frá mér tilboðum upp á síðkastið sem mér fannst ekki nógu spennandi,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem samið hefur við belgíska úrvalsdeildarfélagið Limburg United. Hörður gerði samning til eins mánaðar en Limburg hafði samband eftir að tveir leikmanna liðsins meiddust, og er óhætt að segja að Hörður hafi þurft að bregðast fljótt við, eftir að hafa fyrst heyrt af áhuga Belganna á þriðjudag:

„Ég samdi um kl. 21 í gærkvöld [fyrrakvöld] og var farinn til Belgíu kl. 7 í morgun [gærmorgun],“ sagði Hörður Axel við Morgunblaðið, en ekki er langt síðan hann kom sér fyrir í Keflavík eftir að hafa losað sig undan samningi við Rethymno Cretan Kings, sem leikur í efstu deild Grikklands.

Með Limburg mun Hörður leika í Evrópubikar FIBA. Byrjunin í belgísku deildinni hefur ekki verið góð hjá Limburg en liðið hefur tapað þremur af fjórum leikjum sínum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert