Vitlausar ákvarðanir í lokin

Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka.
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka. mbl.s/Golli

Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var mjög svekktur er mbl.is náði tali á honum eftir 82:77 tap gegn Þór Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. 

Haukar voru síst lakari aðilinn í leiknum en Ívar segir mistök á lokakaflanum, hafi kostað þá sigurinn. 

„Þetta var eins og síðasti leikur hjá okkur. Við erum ekki eins skynsamir í lokin og við tökum vitlausar ákvarðanir, það kostar okkur sigurinn, þetta er búið að vera vandamál hjá okkur."

„Við gerum mörg mistök og þau eru dýr í svona jöfnum leik. Við fórum að skjóta þrista bara því þeir voru að hitta úr þristum í staðin fyrir að vera skynsamir og spila okkar leik."

Haukar fengu tækifæri til að jafna leikinn í stöðunni 80:77 þegar að um 20 sekúndur voru eftir. Þeir fóru hins vegar mjög illa með þann möguleika og endaði Finnur Atli Magnússon á því að fara í gríðarlega erfiðan þrist. 

„Við náum ekki tíma fyrir þá sókn þar sem við tókum frákastið. Þetta var ekki nógu gott. Við vorum búnir að vera í vandræðum í leiknum og við vorum ekki að vinna fyrir hvorn annan sóknarlega."

Hann segir eitthvað jákvætt við leik kvöldsins en hann ætlar að einbeita sér að því neikvæða í kvöld .

„Eitthvað en ég skoða það seinna, það er bara neikvætt í augnablikinu," sagði Ívar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert