Fjölnir náði Hetti - fyrstu stig Vestra

Róbert Sigurðsson skoraði 21 stig fyrir Fjölni.
Róbert Sigurðsson skoraði 21 stig fyrir Fjölni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölnir komst í kvöld að hliðinni á Hetti á toppi 1. deildar karla í körfuknattleik og Vestri fékk sín fyrstu stig í deildinni.

Fjölnir tók á móti Breiðabliki í Grafarvogi og vann mjög öruggan sigur, 102:78. Vestri sótti Skagamenn heim á Akranes og vann þar góðan sigur í hörkuleik, 82:77.

Höttur er með fullt hús stiga, hefur unnið alla fjóra leiki sína og er með 8 stig á toppnum. Fjölnir er með 8 stig eftir fimm leiki, FSu er með 6 stig, Valur, Hamar og Breiðablik 4 stig hvert, Vestri 2 stig en ÍA og Ármann eru án stiga á botninum. Umferðinni lýkur annað kvöld þegar Hamar tekur á móti Ármanni og FSu fær Val í heimsókn.

Tölfræði leikjanna í kvöld:

ÍA - Vestri 77:82

Akranes - Vesturgata, 1. deild karla, 23. október 2016.
Gangur leiksins: 4:6, 12:6, 18:8, 22:15, 26:19, 36:29, 40:31, 44:33, 46:41, 48:48, 55:51,61:55, 62:63, 66:72, 68:77, 77:82.
ÍA: Derek Daniel Shouse 18/7 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 14/11 fráköst/3 varin skot, Áskell Jónsson 13/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 12, Ómar Örn Helgason 10, Fannar Freyr Helgason 9/8 fráköst, Erlendur Þór Ottesen 1/6 fráköst.
Fráköst: 31 í vörn, 8 í sókn.
Vestri: Nebojsa Knezevic 33/13 fráköst/5 stoðsendingar, Hinrik Guðbjartsson 20, Gunnlaugur Gunnlaugsson 9/8 fráköst, Adam Smári Ólafsson 8, Daníel Þór Midgley 5/4 fráköst, Björgvin Snævar Sigurðsson 4, Nökkvi Harðarson 3.
Fráköst: 26 í vörn, 8 í sókn.
Dómarar: Hákon Hjartarson, Fridrik Arnason.

Fjölnir - Breiðablik 102:78

Dalhús, 1. deild karla, 23. október 2016.
Gangur leiksins: 9:2, 16:5, 21:14, 31:24, 35:26, 37:30, 42:34, 49:37, 59:41, 65:49, 75:52,79:55, 86:61, 91:70, 100:75, 102:78.
Fjölnir: Collin Anthony Pryor 22/18 fráköst, Róbert Sigurðsson 21/5 fráköst/12 stoðsendingar, Garðar Sveinbjörnsson 16, Sindri Már Kárason 14/4 fráköst/4 varin skot, Egill Egilsson 13/6 fráköst, Elvar Sigurðsson 8, Bergþór Ægir Ríkharðsson 6/5 fráköst, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 2.
Fráköst: 30 í vörn, 10 í sókn.
Breiðablik: Tyrone Wayne Garland 15, Sveinbjörn Jóhannesson 14/6 fráköst, Egill Vignisson 13, Snorri Vignisson 12/7 fráköst, Halldór Halldórsson 8, Birkir Víðisson 8, Brynjar Karl Ævarsson 5, Bjarni Geir Gunnarsson 3.
Fráköst: 13 í vörn, 12 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert