Fyrsti sigur Vals og hann stór

Frá viðureign Vals og Grindavíkur í dag.
Frá viðureign Vals og Grindavíkur í dag. mbl..is/Golli

Valur átti ekki í vandræðum með Grindavíkinga í fimmtu umferð Dominosdeildar kvenna í körfuknattleik í dag. Lokatölur urðu 103:60 eftir að Valur hafði verið 54:32 yfir í leikhléi. Þetta var fyrstu sigur Vals í deildinni í vetur.  Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

Valur tók eiginlega strax frumkvæðið í leiknum en Grindavík náði þó að klóra í bakkann og jafna 15:15 í lok fyrsta leikhluta. Þá fóru heimakonur að hitta og ekki síst utan þriggja stiga línu. Staðan í hálflelik 54:32 og þá höfðu þær Hallveig Jónsdóttir og Mia Loyd gert 18 stig hvor, sex stigum meira en allt lið Grindavíkur.

Valur vann þarna sinn fyrsta sigur og finnst mörgum það seinna en von var á. Loyd var sterk, sem og Hallveig og Dagbjört Dögg og auðvitað Guðbjörg, sem er liðinu gríðarlega mikilvæg, leikur þess er mun yfirvegaðri og öruggari þegar hún er inná.

38. mín 97:58 Bara spurning hvort Valur nær 100 stigunum

34. mín 93:55 Grindvíkingar gerðu fyrstu tvö stigin í þessum leikhluta en nú eru komin 16 í röð frá Val.

30. mín 77:53 Grindvíkingar ná ekki að laga stöðuna fyrir fjórða leikhluta en maður hefur svo sem séð 24 stig aforystu hverfa í lokaleikhlutanum þannig að enn getur allt gerst ef gestirnir byrja síðasta leikhluta af krafti. En miðað við hvað Valsstelpur hitta vel verður það að teljast ólíklegat að Grindavík fái eitthvað út ú rþessum leik.

27. mín 70:49 Allt við það sama og Grindvíkingar virðast ekki ætla að ná að ógna sigri heimaliðsins í dag.

23. mín 56:37 Grindavík með þriggja sitiga körfu og hefur gert fimm stig á móti tveimur frá Val

20. mín 54:32 HÁLFLEIKUR Valsmenn góð tök á þessu en Grindvíkingar vöknuðu þó til lífsins eftir síðasta leikhlé og það heyrist bæði í varamönnunum og þeim sem eru inná, en um tíma var þögnin þar á bæ hálf ærandi.

16. mín 42:22 Enn halda Valsstelpur áfram góðum kafla sínum á meðan ekkert gengur hjá Grindavíkingum sem virðast hálfpartinn búnir að gefast upp, en það er auðvitað allt of snemmt.

14. mín 32:20 Valur í miklum ham þessar mínúturunar, verjast vel og skjóta vel. Fjórar þriðggja stiga körfur komnar hjá þeim í leiknum og Grindavík tekur leikhlé.

11. mín 20:15 Fyrstu fimm stigin Valsmanna og setti Hallveig niður sinn annan þrist.

10. mín 15:15 Fyrsta leikhluta lokið. Grindavík gerði 8 stig gegn einni þriggja stiga körfu Vals á lokakaflanum án þess að Ari þjálfari Vals sæi ástæðu til að taka leikhlé. Guðbjörg hvíldi þennan kafla og mér sýnist Valur einfaldlega ekki mega við því að setja hana á bekkinn.

7. mín 12:7 Leikhléið gekki ekki eftir því Valur komst í 12:5 áður en Grindavík náði að skora.

5. mín 8:5 Grindavík tekur leikhlé og þjálfarinn greinilega ekki ánægður með hversu mörg fráköst Valur tekur.

2. mín 0:2 Grindvíkingar pressa stíft á heimamenn.

Grindavík vann Hauka í fyrstu umferðinn en hefur síðan tapað fyrir Keflavík, Skallagrími og Njarðvík.

Valur hefur tapað fyrir Njarðvík, Haukum, Snæfelli og Stjörnunni.

Valskonur leika í bleikum búningum eins og þeirra hefur verið siður í október síðustu árin.

Valur: Guðbjörg Sverrisdóttir, Elfa Falsdóttir, Hallveig Jónsdóttir, Nína Jenný Kristjánsdóttir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Hrafnhildur Magnúsdóttir, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir, Dagbjört Samúelsdóttir, Bergþóra Holton Tómasdóttir, Mila Loyd.

Grindavík: Jeanne Lois Figueroa Sicat, Sigrún Elfa Ágústsdóttir, Ashley Grimes, Íris Sverrisdóttir, María Ben Erlingsdóttir, Julia Lane Figueoa Sicatt, Ingunn Embla Kristínardóttir, Ólöf Rún Iadóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir, Elísabet María Magnúsdóttir, Petrúnella Skúladóttir, Lovísa Falsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert