Sannarlega erfiður leikur

Logi Gunnarsson.
Logi Gunnarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, reyndi að taka það góða út úr frammistöðu liðsins eftir stórt tap fyrir Tindastóli, 100:72, í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld.

Sjá frétt mbl.is: Tindastóll valtaði yfir Njarðvíkinga

„Þetta var sannanlega erfiður leikur, við byrjuðum illa og það er alltaf verulega erfitt að lenda svona illa undir strax á fyrstu mínútum á móti svona sterku liði og auk þess á heimavelli þess.  Við  vorum alltaf að elta allan leikinn og það tekur gríðarlega mikið á,“ sagði Logi við mbl.is, en einblíndi á jákvæðu hliðarnar.

„Við getum þó tekið það góða út úr þessum leik að ungu strákarnir voru þó að standa sig mjög vel, jafnvel betur en við hinir eldri, og Stefan Bonneau er að koma til baka eftir mjög erfið meiðsli leit vel út og var góður þær mínútur sem hann var inná.  Hann verður betri og betri með hverjum leik og ekki langt þar til hann verður kominn í sitt besta form,“ sagði Logi Gunnarsson við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert