Haukur Helgi hvílir heilann

Haukur Helgi Pálsson í leik með íslenska landsliðinu fyrir fáeinum …
Haukur Helgi Pálsson í leik með íslenska landsliðinu fyrir fáeinum vikum. mbl.is/Árni Sæberg

Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, fékk þungt höfuðhögg í leik með liði sínu Rouen í frönsku B-deildinni fyrir tæpum tveimur vikum. Hann hefur ekki getað spilað né æft síðan þá, og þarf raunar að taka lífinu afar rólega þar til hann hættir að finna fyrir höfuðverk og öðrum afleiðingum heilahristingsins sem hann fékk, í aðeins öðrum leiknum fyrir sitt nýja félag.

„Ég hélt að ég hefði bara nefbrotnað. Það blæddi mikið og ég vankaðist aðeins. Ég kláraði síðan leikinn og mætti svo á æfingu tvo daga eftir þetta, en var alltaf með hausverk og leið ekkert allt of vel. Ég fékk svo loks að hitta lækni og hann greindi þetta sem svo að ég hefði fengið heilahristing. Ég er búinn að vera með höfuðverk síðan og hef ekkert getað gert,“ sagði Haukur við Morgunblaðið.

„Ég er búinn að vera í eins konar „fríi“. Þetta var þungt högg og skilaboðin voru þau að ég ætti bara ekki að gera neitt. Ég var með stöðugan hausverk í 3-4 daga en síðan hefur hann verið að koma og fara síðustu daga. Þetta er skrýtið. Manni finnst maður vera heill eina stundina, en svo er maður kominn með sama hausverk og fyrsta daginn,“ sagði Haukur, sem hlýðir leiðbeiningum lækna og hefur leiðst ansi mikið síðustu daga.

Lengra viðtal er við Hauk Helga í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert