Háar launakröfur útslagið

Stefan Bonneau var valinn besti leikmaður seinni hluta Íslandsmótsins í …
Stefan Bonneau var valinn besti leikmaður seinni hluta Íslandsmótsins í fyrra. mbl.is/Sindri Sverrisson

Bandaríski körfuboltamaðurinn Stefan Bonneau kveðst opinn fyrir því að spila áfram á Íslandi eftir áramót. Ljóst er hins vegar að hann spilar ekki fleiri leiki með Njarðvík en körfuknattleiksdeild Njarðvíkur ákvað að gera ekki nýjan samning við bakvörðinn, sem verið hefur hjá liðinu síðustu tvö ár. Samningur hans rann út í gær.

„Þetta var eitthvað sem þeir vildu. Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en ég verð hraustari með hverjum deginum svo ég er að vonast til þess að eitthvað spennandi muni bjóðast,“ sagði Bonneau. Hann kveðst ekki hafa rætt við önnur íslensk félög og er að óbreyttu á leið heim til Bandaríkjanna að sinni.

„En ef einhver hefur áhuga þá mun ég að sjálfsögðu skoða það,“ sagði Bonneau, sem sleit hásin í vinstri fæti í fyrrahaust, og hásinina í hægri fæti síðasta vor, en hefur komið við sögu í sjö leikjum í vetur með Njarðvík og átt þrjá mjög góða leiki.

Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, segir félagið hafa verið opið fyrir því að hafa Bonneau áfram í sínum röðum, rétt eins og það hafði gert þrátt fyrir fyrrgreind meiðsli, en að liðið sé vel sett hvað bakverði varði. Bonneau sé frábær leikmaður sem eigi framtíðina fyrri sér en að nú sé Njarðvík í leit að hávöxnum leikmanni.

Nánar er fjallað um brotthvarf Bonneau frá Njarðvík í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert