Stórleikur Towns dugði ekki

Russell Westbrook lék einstaklega vel fyrir OKlahoma-liðið í sigri þess …
Russell Westbrook lék einstaklega vel fyrir OKlahoma-liðið í sigri þess á Washington. AFP

Stórleikur Karl-Anthony Towns dugði liði Minnesota ekki í gærkvöldi þegar liðið mætti New York Knicks í NBA-deildinni í körfuknattleik. Towns skoraði 47 stig, tók 18 fráköst og varði þrjú skot þegar Timberwolves tapaði á heimavelli með tveggja stiga mun, 106:104, í hörkuleik í Target center.

Þetta var þrettándi tapleikur Timberwolves í átján viðureignum á tímabilinu. Knicks hefur unnið helming átján leikja sinna. Andrew Wiggins skoraði 18 stig fyrir Timberwolves og Zach LaVine einu stigi færra. Kristaps Porzingis skoraði 29 stig fyrir Knicks. Kristaps Porzingis og Carmelo Athony skoruðu 14 stig hvor. 

Russel Westbrook skoraði 35 stig, tók 14 fráköst og átti 11 stoðsendingar auk þess að stela boltanum í tvígang þegar Oklahoma City Thunder vann Washington Wizards, 126:115, á heimavelli. Victor Oladipo var næstur með 25 stig, sex fráköst og sex stoðsendingar. Bradley Beal skoraði 31 stig fyrir Wizards og Markieff Morris 19 stig.

Níu leikir voru á dagskrá NBA-deildarinnar í gærkvöldi. Úrslit þeirra voru sem hér segir:

Boston - Detorit 114:121
Toronto - Mepmhis 120:105
Chicago - LA Lakers 90:96
Oklahoma - Washington 126:115
Minnesota - New York 104:106
Dallas - San Antonio Spurs 87:94
Denver - Miami Heat 98:106
Phoenix - Atlanta 109:107
Portland - Indiana 131:109

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert