Öruggt hjá KR-ingum

Úr leik Keflavíkur og KR í kvöld.
Úr leik Keflavíkur og KR í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

KR sigraði Keflavík 106:80 í 9. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld en leikið var í Keflavík. Þetta var sjöundi sigur KR.

KR-ingar hafa byrjað tímabilið af krafti en liðið er með sex sigra og tvö töp eftir fyrstu átta leikina.

Keflavík er á meðan í basli í tíunda sætinu með aðeins þrjá sigra og fimm töp.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

40. Staðan er 106:80 fyrir KR. KR héldu dampi allt til loka leiks og Keflvíkingar sáu aldrei til sólar í þessum leik hér í kvöld í TM Höllinni. KR hófu leik strax frá fyrstu mínútu af miklum móð og krafti og höfðu strax komið sér í bílstjórasætið. Þeir spiluðu hratt og ákveðið sem Keflvíkingar áttu fá svör við. Oft á tíðum létu þeir heimamenn líta ansi illa út í vörninni þegar þeir notuðu einfalt "give and go" eða "pick and roll". Atriði sem kennd eru á upphafsárum allra körfuknattleiksmanna. Þegar um 2 mínútur voru til loka leiks henti Hjörtur Harðarson þjálfari Keflvíkinga hvíta handklæðinu inn með því að skipta sínum lykilmönnum útaf vellinum. Hrós til meistaranna sem hættu aldrei að spila af fullum karfti sama hversu vel gekk hjá þeim. Leik lauk 80:106.

30. Staðan er 81:59 fyrir KR. Þessum leik hér í Keflavík er svo gott sem lokið þó svo að 10 mínútur séu eftir. KR leika við hvurn sinn fingur og Keflavíkingar hafa engin svör. Mjög langt síðan undirritaður hefur séð Keflavík spila svo slakan leik hér á sínum eigin parketi. Staðan er 59:81 fyrir KR og Keflvíkingar þurfa í raun kraftaverk til að vinna þennan leik, nema þá kannski að KR-ingar fari að slaka á ólinni og hleypa Keflvíkingum í gang.

20. Staðan er 49:37 fyrir KR. Staðan í hálfleik í Keflavík er 37:49 gestina úr vesturbænum í vil og það af nokkuð eðlilegum ástæðum. Fyrir það fyrsta eru KR að spila töluvert árangursríkari körfuknattleik heldur en Keflvíkingar. Það virðist vera einhver ákveðin deyfð yfir leik Keflvíkinga í kvöld sem er algerlega óskiljanlegt. Nær undantekningalaust eru Keflvíkingar bestir þegar lið eins og KR koma í heimsókn. Þórir Þorbjarnarson leiðir KR liði með 13 stig og er að spila glimmrandi vel. Amin Stevens er stigahæstur heimamanna með 11 stig

10. Staðan er 24:15 fyrir KR. Athygli vakti að bæði erlendur leikmaður KR og Sigurður Þorvaldsson hófu leik á tréverkinu fyrir íslandsmeistarana. Þórir Þorbjarnarson hin ungi var komin í byrjunarliðið og nýtti tækifæri sitt vel. Hóf leik af krafti. Keflvíkingar og sóknarleikur þeirra frekar værukær og stjórnlaus í upphafi leiks á meðan KR var að nýta sér hefðbundna og einfaldar lausnir í sínum leik. Þegar yfir lauk fyrstu 10 mínútum voru það gestirnir úr KR með 9 stiga verðskuldaða forystu og eru að spila töluvert betur hér fyrri hluta leiksins.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Leikurinn verður uppfærður reglulega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert