Þriðja tap Cleveland í röð – myndskeið

LeBron James hjá Cleveland reynir að komast fram hjá Dwyane …
LeBron James hjá Cleveland reynir að komast fram hjá Dwyane Wade og Robin Lopez hjá Chicago í leiknum í nótt. AFP

Meistarar Cleveland Cavaliers töpuðu sínum þriðja leik í röð í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt þegar þeir sóttu Chicago Bulls heim. Lokatölur urðu 111:105.

Jimmy Butler skoraði 26 stig fyrir Chicago en LeBron James gerði 27 stig fyrir Cleveland og átti 13 stoðsendingar. Rajon Rondo náði sinni fyrstu þreföldu tvennu fyrir Chicago en hann skoraði 15 stig, átti 12 stoðsendingar og tók 11 fráköst.

Al Harford átti stórleik með Boston Celtics í sigri á Sacramento Kings, 97:92. Hann skoraði 26 stig og varði skot frá DeMarcus Cousins undir lokin, þar sem Cousins gat jafnað metin. Í staðinn innsiglaði Harford sigur Boston af vítalínunni. Harford varði sex skot í leiknum.

Kawhi Leonard tryggði San Antonio Spurs sigur á Washington Wizards, 107:105, með körfu undir lokin og varð stigahæstur með 23 stig.

Houston Rockets hélt áfram að skora mikið á útivelli og vann nú Denver Nuggets 128:110. Sjö leikmenn skoruðu tíu stig eða meira fyrir Houston og James Harden var atkvæðamestur með 20 stig.

Úrslitin í nótt:

Philadelphia - Orlando 88:105
Boston - Sacramento 97:92
Toronto - LA Lakers 113:80
New York - Minnesota 118:114
Chicago - Cleveland 111:105
New Orleans - LA Clippers 96:114
Atlanta - Detroit 85:121
San Antonio - Washington 107:105 
Denver - Houston 110:128

Efst í Austurdeild: Cleveland 13/5, Toronto 13/6, Chicago 11/7, Boston 11/8, Charlotte 11/8, Milwaukee 9/8, New York 10/9, Detroit 11/10.

Efst í Vesturdeild: Golden State 16/3, San Antonio 16/4, LA Clippers 16/5, Houston 13/7, Memphis 12/8, Oklahoma City 12/8, Utah 11/9, Portland 10/10.

Dwyane Wade skorar fyrir Chicago gegn Cleveland:

Sigurkarfa Kawhi Leonard fyrir San Antonio gegn Washington:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert