Gerði 40 stig í fyrri hálfleik

Klay Thompson var óstöðvandi í nótt.
Klay Thompson var óstöðvandi í nótt. AFP

Klay Thompson skoraði 60 stig fyrir Golden State Warriors þegar liðið rótburstaði öflugt lið Indiana Pacers 142:106 í NBA-deildinni í Kaliforníu í nótt. 

Thompson átti ótrúlegan leik og skoraði stigin 60 á 29 mínútum en honum tókst að skora 40 stig í fyrri hálfleik. Hann hitti úr 8 af 14 þriggja stiga skotum sínum. Eina afsökunin sem Indiana hefur fyrir því að fá á sig 142 stig er kannski sú að liðið spilaði jafnan leik gegn sterku liði LA Clippers kvöldið áður. 

Russell Westbrook er við sama heygarðshornið og náði sinni sjöttu þreföldu tvennu í röð þegar Oklahoma City Thunder vann góðan útisigur á Atlanta Hawks í Georgíu 102:99. Af 32 stigum Westbrook komu 27 í seinni hálfleik og allt stefnir í ótrúlegt tímabil hjá honum. 

Ítalinn Danilo Gallinari skoraði 24 stig og var stigahæstur hjá Denver Nuggets þegar liðið vann Philadelphia 76ers 106:98 en Gallinari lék gegn Íslandi í spennuleik á EM í fyrra. 

Úrslit:

Philadelphia - Denver 98:106

Toronto - Cleveland 112:116

Brooklyn - Washington 113:118

Atlanta - Oklahoma 99:102

Chicago - Portland 110:112

Milwaukee - San Antonio 96:97

New Orleans - Memphis 108:110

Houston - Boston 107:106

Dallas - Charlotte 101:109

LA Lakers - Utah 101:107

Golden State - Indiana 142:106

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert