LeBron neitar að gista á Trump-hóteli

LeBron James kærir sig ekki um að gista á hótelum …
LeBron James kærir sig ekki um að gista á hótelum frá Trump-keðjunni. AFP

LeBron James, skærasta stjarna NBA-deildarinnar í körfubolta, neitaði að gista á Trump SoHo-hótelinu í Manhattan í New York-borg, en hann undirbýr sig ásamt liðsfélögum sínum í Cleveland Cavaliers fyrir leik þeirra gegn New York Knicks.

Bandaríski auðkýfingurinn Donald Trump sver embættiseið forseta 20. janúar næstkomandi en hann tekur við embættinu af Barack Obama sem hefur gegnt því síðustu átta árin.

LeBron lýsti yfir stuðningi við Clinton í kosningabaráttunni um það bil mánuði fyrir kosningar en hann hefur ákveðið ásamt nokkrum öðrum leikmönnum að gista ekki á hóteli sem er í eigu Trump í Manhattan. Það er vefmiðillinn ESPN sem greinir frá þessu í dag.

Þrjú önnur lið í NBA-deildinni hafa ákveðið að gista ekki á hótelum sem eru í eigu Trumps en það eru þau Milwaukee Bucks, Memphis Grizzlies og Dallas Mavericks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert