Keflavík komin í undanúrslit

Emelía ósk Gunnarsdóttir skoraði mest allra.
Emelía ósk Gunnarsdóttir skoraði mest allra. Ljósmynd/Skúli Björgvin Sigurðsson

Keflavík er komin í undanúrslitin í Maltbikarkeppni kvenna í körfubolta eftir öruggan 92:60 sigur á grönnum sínum í Grindavík.

Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en fjögur stig skildu liðin að eftir 1. leikhluta. Þá var staðan 14:10 fyrir Keflavík. 

Keflavík er í toppsæti Dominos-deildarinnar og sýndu þær styrk sinn í 2. leikhluta og var munurinn orðinn 17 stig í hálfleik. 

Eftirleikurinn í seinni hálfleik var auðveldur og er Keflavík því fyrsta liðið sem tryggir þátttöku í svokallaðri Final Four-helgi sem fram fer í Laugardalshöll. Þá fara undanúrslit og úrslit Maltbikarsins fram sömu helgi.

Emelía Ósk Gunnarssdóttir var stigahæst Keflvíkinga með 22 stig og Petrúnella Skúladóttir var með 21 fyrir Grindavík. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert