Clippers vann slaginn um Los Angeles

Devin Booker fór á kostum í liði Phoenix Suns og …
Devin Booker fór á kostum í liði Phoenix Suns og er hér í baráttu í nótt við Dany Green í liði San Antonio Spurs. AFP

Það var grannaslagur í nótt þegar Los Angeles-liðin Clippers og Lakers áttust við. Það er skemmst frá því að segja að Clippers, í gegnum tíðina nefnt „litla liðið“ í borginni, var með yfirhöndina allan leikinn og vann sanngjarnan sigur 113:97.

DeAndre Jordan var frábær í liði Clippers, skoraði 24 stig auk þess sem hann tók 21 frákast. Jordan Clarkson var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig.

Í Mexíkóborg áttust við Pheonix Suns og San Antonio Spurs. Þar settu þeir Devin Booker og Kawhi Leonard upp sýningu í sigri Phoenix 108:105 í æsispennandi leik. Booker skoraði 39 stig fyrir Phoenix og Leonard var með 38 stig fyrir San Antonio.

Öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan.

Los Angeles Clippers – Los Angeles Lakers 113:97
Chicago Bulls – New Orleans Pelicans 107:99
Phoenix Suns – San Antonio Spurs 108:105
Washington Wizards – Philadelphia 76ers 109:93
Utah Jazz – Orlando Magic 114:107

DeAndre Jordan átti stórleik fyrir Clippers gegn Lakers.
DeAndre Jordan átti stórleik fyrir Clippers gegn Lakers. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert